Hlaðan

Hlaðan er fjölnota salur sem tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ

Hlaðan hefur í gegnum tíðina hentað vel fyrir fundi, námskeið, litlar ráðstefnur, starfsdaga, smiðjuvinnu, tónleika og aðra menningartengda dagskrá.

Frístundamiðstöðin nýtir salinn fyrir ýmiskonar starf  barna og unglinga í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum.

Ýmis svið borgarinnar hafa í auknu mæli nýtt Hlöðuna auk einstaklinga og fyrirtækja sem stendur til boða að leigja aðstöðuna.

Sérstaða Hlöðunnar felst m.a. í því hversu vel aðstaðan nýtist samhliða útivistartengdri dagskrá í Frístundagarðinum allt um kring.

Góð aðstaða og notalegt andrúmsloft í sveitinni í Reykjavík hefur gert Hlöðuna að mjög vinsælum valkosti.