Aðstaða
Hlaðan tekur 90 manns í sæti og erum við með borðbúnað á staðnum. Það eru fimm salerni í Hlöðunni og þar af eitt fyrir einstaklinga með sérþarfir.
Eldhúsaðstaða er á efri hæð Hlöðunnar og er þar einn kæliskápur, uppþvottavél, heimilis-eldavél og 2 könnur til að hella upp á (5 kaffikönnur með pumpu). Athugið að annar kæliskápur með frystihólfi er staðsettur í geymslu við Hlöðuna.
Við erum með skjávarpa, gott hljóðkerfi, þráðlausa míkrafóna, fundarborð, felttitöflu og sjónvarp á efri hæðinni fyrir framan eldhúsaðstöðuna er fundaraðstaða fyrir 12-16 manns.
Veitingaþjónusta
Á virkum dögum er hægt að kaupa kaffiveitingar á sanngjörnu verði. Einnig er hægt að fá aðstoð í hádegi ef leigutaki pantar hádegisverð.
Sjá verðskrá fyrir veitingar hér.
Minni hópar sækja sér veitingar á efri hæð Hlöðunnar en stærri hópar fá veitingar settar niður í salinn (ath. við erum með pappadiska og servéttur í stað diska þegar veitingar eru settar niður).
Hafa þarf samband fyrirfram ef það á að nýta sér þessa þjónustu.