Hlaðan

Hlaðan er fjölnota salur sem tilheyrir starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar. Salurinn nýtist í allri starfsemi Gufunesbæjar. Hvort heldur er fyrir viðburði barna og unglinga í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar eða fyrir fundi, starfsdaga og fræðslu fyrir starfsfólk Gufunesbæjar. Hlaðan er einnig nýtt af öðrum stofnunum Reykjavíkurborgar fyrir margskonar viðburði enda hefur góð aðstaða og notalegt andrúmsloft í sveitinni í Reykjavík gert Hlöðuna að mjög vinsælum valkosti. Samhliða notkun á Hlöðunni er góður kostur að vera í samstarfi við starfsfólk frístundagarðsins og nýta aðstöðu garðsins og þekkingu starfsmanna á hópefli og leikjum.

Leiga

Þá daga sem Hlaðan er ekki nýtt fyrir starfsemi Gufunesbæjar og aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar geta einstaklingar og fyrirtæki leigt aðstöðuna.  Allar nánari upplýsingar varðandi verð og þjónustu er að finna hér fyrir neðan.

Aðstaða

Hlaðan tekur 90 manns í sæti og erum við með borðbúnað á staðnum. Það eru fimm salerni í Hlöðunni og þar af eitt fyrir einstaklinga með sérþarfir.

Eldhúsaðstaða er á efri hæð Hlöðunnar og er þar einn kæliskápur, uppþvottavél, heimilis-eldavél og 2 könnur til að hella upp á (5 kaffikönnur með pumpu). Athugið að annar kæliskápur með frystihólfi er staðsettur í geymslu við Hlöðuna.

Við erum með skjávarpa, gott hljóðkerfi, þráðlausa míkrafóna, fundarborð, felttitöflu og sjónvarp á efri hæðinni fyrir framan eldhúsaðstöðuna er fundaraðstaða fyrir 12-16 manns.

Veitingaþjónusta

Á virkum dögum er hægt að kaupa kaffiveitingar á sanngjörnu verði.  Einnig er hægt að fá aðstoð í hádegi ef leigutaki pantar hádegisverð.

Sjá verðskrá fyrir veitingar hér.

Minni hópar sækja sér veitingar á efri hæð Hlöðunnar en stærri hópar fá veitingar settar niður í salinn (ath. við erum með pappadiska og servéttur í stað diska þegar veitingar eru settar niður).

Hafa þarf samband fyrirfram ef það á að nýta sér þessa þjónustu.